Tottenham með tvo í sigtinu

Serge Aurier hefur verið orðaður við Tottenham.
Serge Aurier hefur verið orðaður við Tottenham. AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham fylgist grannt með gangi mála hjá Serge Aurier, leikmanni PSG í Frakklandi, og Juan Foyth sem leikur með Estudiantes í Argentínu. 

Talið er að Tottenham þurfi að reiða fram um 23 milljónir punda til að kaupa Aurier, sem er hægri bakvörður. Honum er ætlað að fylla það skarð sem Kyle Walker skildi eftir er hann gekk í raðir Manchester City. 

Aurier hefur leikið í Frakklandi allan sinn feril. Fyrst með Lens og Toulouse áður en hann fór til PSG árið 2015. 

Tottenham hafði áhuga á að Foyth fyrr í sumar, en svo virtist sem ekkert yrði af félagsskiptunum þar sem Estudiantes vildi háa fjárhæð fyrir varnarmanninn sem er aðeins 19 ára gamall. 

Foyth var hins vegar ekki í leikmannahóp liðsins í síðasta leik og eru líkurnar á að hann færi sig um set orðnar meiri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert