FCK komst ekki í riðlakeppnina

FC Kaupmannahöfn er úr leik í Meistaradeildinni.
FC Kaupmannahöfn er úr leik í Meistaradeildinni. Ljósmynd/FCK

FC Kaupmannahöfn mistókst að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu þrátt fyrir 2:1-heimasigur á Qarabag frá Aserbaísjan í kvöld. Quarabag fer áfram á mörkum skoruðum á útivelli. 

Rússneska liðið CSKA Moskva er komið í riðlakeppnina eftir samanlagðan 3:0-sigur á Young Boys frá Sviss og Sporting frá Portúgal vann 5:1-útisigur á FCSB frá Rúmeníu, en fyrri leikurinn var markalaus. 

APOEL Nicosia frá Kýpur er svo komið áfram eftir markalaust jafntefli í Tékklandi gegn Slavía Prag. Fyrri leikurinn fór 2:0 fyrir APOEL.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert