Stjarnan jafnaði Íslandsmetið

Guðmunda Brynja Óladóttir segir liðið fullt sjálfstrausts fyrir næsta leik.
Guðmunda Brynja Óladóttir segir liðið fullt sjálfstrausts fyrir næsta leik. Ófeigur Lýðsson

„Við förum fullar sjálfstrausts í næsta leik eftir þetta,“ sagði Guðmunda Brynja Óladóttir, framherji Stjörnunnar, í gær eftir að liðið rótburstaði Færeyjameistara KÍ, 9:0, í fyrsta leik í riðlinum í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.

Með sigrinum jafnaði Stjarnan met Vals yfir stærsta sigur íslenskra kvennaliða í Evrópukeppni, en Valur vann líka 9:0 sigur á Maccabi Holon frá Ísrael árið 2008.

Það er óhætt að segja að um einstefnu hafi verið að ræða. Stjarnan átti 31 skot í leiknum, þar af 18 sem hittu markið, en færeyska liðið fékk ekki svo mikið sem eina hornspyrnu í leiknum. Hvað þá að liðið hefði náð skoti í átt að marki Stjörnunnar. Staðan í hálfleik var 7:0 fyrir Stjörnunni og komu sex þeirra á síðasta stundarfjórðungi fyrri hálfleiks þar sem allt virtist hreinlega vera inni.

Næsti leikur liðsins er gegn Makedóníumeisturum ZFK Istatov áður en króatíska meistaraliðið ZNK Osijek bíður á mánudag. Aðeins efsta liðið kemst áfram í 32 liða úrslitin.

Greinin í heild sinni er í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert