Klúðraði algjöru dauðafæri (myndskeið)

Elías Már Ómarsson.
Elías Már Ómarsson. Ljósmynd/Gautaborg

Elías Már Ómarsson, leikmaður sænska úrvalsdeildarliðsins IFK Gautaborg, fór afar illa að ráði sínu í 1:0 tapi liðsins gegn Eskilstuna í gærkvöld.

Snemma leiks skaut Elías Már boltanum fram hjá markinu úr algjöru dauðafæri og íþróttafréttamaðurinn sem lýsti leiknum í sjónvarpi spurði hvort þetta hafi ekki verið mesta klúðrið í deildinni á tímabilinu.

Eftir tapið er Gautaborg í 11. sæti deildarinnar. Elías Már hefur komið við sögu í 23 af 25 leikjum liðsins í deildinni á tímabilinu og hefur enn ekki náð að skora mark.

Með því að smella á hlekkinn hér að neðan má sjá Elías Má klúðra færinu.

http://www.expressen.se/tv/sport/fotboll/allsvenskan/klipp/osannolikt-att-han-missar-det-laget/

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert