United með fullt hús – Jafnt á Brúnni

Henrikh Mkhitaryan í baráttu við Grimaldo Garcia í kvöld.
Henrikh Mkhitaryan í baráttu við Grimaldo Garcia í kvöld. AFP

Manchester United vann 1:0-útisigur á Benfica í 3. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Marcus Rashford skoraði sigurmarkið á 64. mínútu með aukaspyrnu utan af kanti sem Mile Svilar í marki Benfica hleypti ansi klaufalega inn fyrir marklínuna. Svilar er 18 ára og var að spila sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni og er hann yngsti markmaður sögunnar í Meistaradeildinni. 

United hefur unnið alla leiki sína í keppninni til þessa og er á toppi A-riðils með níu stig. Basel er í 2. sæti riðilsins með sex stig eftir 2:0-útisigur á CSKA Moskvu í Rússlandi. 

Eins og við var að búast eru Bayern München og PSG í efstu tveimur sætunum í B-riðli. Bayern vann öruggan 3:0-heimasigur á Celtic og PSG vann enn öruggari 4:0-sigur á Anderlecht. PSG er í efsta sæti með níu stig og Bayern í 2. sæti með sex stig. Þar á eftir kemur Celtic með þrjú stig. 

Chelsea og Roma buðu upp á markaveislu á Stamford Bridge í London. Chelsea komst í 2:0 á fyrstu 37 mínútunum með mörkum frá David Luiz og Eden Hazard en fyrrum leikmenn Manchester City; Aleksandar Kolarov og Edin Dzeko, jöfnuðu metin. Dzeko var svo aftur á ferðinni á 70. mínútu og kom Roma yfir. Eden Hazard skoraði sitt annað mark fimm mínútum síðar og 3:3-jafntefli varð staðreynd. Chelsea er á toppi riðilsins með sjö stig og Roma er í 2. sæti með fimm stig. 

Edin Hazard skoraði tvö mörk í kvöld.
Edin Hazard skoraði tvö mörk í kvöld. AFP

Úrslitin í D-riðli voru eftir bókinni. Barcelona vann þægilegan 3:1-sigur á Olympiacos á heimavelli, þrátt fyrir að Gerard Piqué hafi fengið sitt annað gula spjald í fyrri hálfleik. Lionel Messi skoraði annað mark Barcelona og hefur hann því skorað 100 mörk í Evrópukeppni á ferlinum. Á Ítalíu lagði Juventus Sporting, 2:1. Mirale Pjanic og Mario Mandzukic skoruðu mörk Juventus. Barcelona er á toppnum með níu stig og Juventus í 2. sæti með sex stig. 

Úrslit kvöldsins í Meistaradeild Evrópu:

CSKA Moskva - Basel 0:1
Xhaka 29', Oberlin 90'

Bayern München - Celtic 3:0
Müller 17', Kimmich 29', Hummels 51'

Anderlecht - PSG 0:4
Mbappé 3', Cavani 44' Neymar 66' Di Maria 88'

Chelsea - Roma 3:3
Luiz 11' Hazard 37', 75' -- Kolarov 40' Dzeko 64', 70'

Barcelona - Olympiacos 3:1
Nikolaou 18' (sjálfsmark), Messi 61', Digne 64' -- Nikolaou 89'

Juventus - Sporting 2:1
Pjanic 29' Mandžukić 84' -- Sandro 12' (sjálfsmark)

Lionel Messi er kominn með 100 mörk í Evrópukeppnum.
Lionel Messi er kominn með 100 mörk í Evrópukeppnum. AFP
Benfica 0:1 Man. Utd opna loka
90. mín. Henrikh Mkhitaryan (Man. Utd) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert