Barcelona lagði botnliðið að velli

Andrés Iniesta fagnar marki sínu fyrir Barcelona gegn Malaga í …
Andrés Iniesta fagnar marki sínu fyrir Barcelona gegn Malaga í leik liðanna í kvöld með Lucas Digne og Lionel Messi. AFP

Barcelona vann nokkuð þægilegan 2:0-sigur þegar liðið mætti Malaga í níundu umferð spænsku efstu deildarinnar í knattspyrnu karla í kvöld. Það voru Gerard Deulofeu og Andrés Iniesta sem skoruðu mörk Barcelona sitt í hvorum hálfleiknum. 

Barcelona situr í toppsæti deildarinnar með 25 stig eftir þennan sigur, en liðið hefur fjögurra stiga forskot á Valencia sem er í öðru sæti deildarinnar. Valencia bar sigur úr býtum gegn Sevilla, 4:0, í leik liðanna fyrr í dag. 

Malaga er hins vegar í slæmum málum á botni deildarinnar með einungis eitt stig eftir fyrstu níu deildarleiki sína á yfirstandandi leiktíð. Malaga er fimm stigum frá öruggu sæti í efstu deild á næstu leiktíð eins og sakir standa.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert