„Ég er enginn hálfviti“

Það hitnaði heldur betur í kolunum þegar Everton tók á …
Það hitnaði heldur betur í kolunum þegar Everton tók á móti Lyon á fimmtudagskvöld. AFP

Stuðningsmaður Everton, sem sló til Ant­hony Lopes, markvarðar Lyon, þegar Evert­on beið lægri hlut fyr­ir franska liðinu, 2:1, í riðlakeppni Evr­ópu­deild­ar­inn­ar á fimmtudagskvöld, skammast sín fyrir gjörðir sínar en kennir Everton um það sem gerðist.

Lögreglan í Mers­eysi­de rannsakar málið en umræddur stuðningsmaður hefur verið settur í lífstíðarbann frá heimavelli Everton. Málið hefur vakið talsverða athygli vegna þess að maðurinn hélt á barni á meðan hann sló til Lopes.

„Ég skammast mín fyrir það sem gerðist. Ég veit hins vegar að ég er enginn hálfviti,“ sagði maðurinn í samtali við breska blaðið Sunday People.

Maðurinn óttast að fyrrverandi kærasta hans og barnsmóðir muni nota atvikið til að koma í veg fyrir að hann geti varið tíma með syni þeirra. Hann gagnrýndi öryggisgæslu Everton og leikmenn á vellinum sem hann sagði að hefðu ógnað syni hans með því að „sveifla höndunum í átt að honum“.

Stuðningsmaðurinn fullyrðir að hlutirnir hafi þróast í þessa átt en áður en hann vissi af var hann kominn alveg að leikmönnunum. „Þetta var ekki viljandi en ég var of upptekinn við að öskra á þessa slöku leikmenn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert