Við ramman reip að draga hjá Alfreð

Alfreð Finnbogason í baráttu við Javi Martinez í leiknum í …
Alfreð Finnbogason í baráttu við Javi Martinez í leiknum í dag. AFP

Bayern München vann öruggan 3:0-sigur þegar liðið mætti Alfreð Finnbogasyni og félögum hans hjá Augsburg í 12. umferð þýsku efstu deildarinnar í knattspyrnu karla í dag.

Alfreð lék fyrstu 83. mínútur leiksins fyrir Augsburg. Arturo Vidal kom Bayern München á bragðið eftir rúmlega hálftíma leik.

Robert Lewandowski bætti svo við tveimur mörkum hvoru sínu megin við hálfleikinn. Lewandowski er markahæsti leikmaður deildarinnar með 13 mörk. 

RB Leipzig gerði 2:2-jafntefli gegn Bayer Leverkusen á sama tíma og Bayern München jók því forskot sitt á toppi deildarinnar.

Bayern München trónir á toppi deildarinnar með 29 stig og er sex stigum á undan RB Leipzig sem er sæti neðar. Augsburg er hins vegar í tíunda sæti deildarinnar með 16 stig.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert