Ráðist á liðsrútuna og leik frestað

Leikmenn Atlético Junior unnu fyrir luktum dyrum í morgun.
Leikmenn Atlético Junior unnu fyrir luktum dyrum í morgun. AFP

Knattspyrnuleik í deildarkeppni í Kólumbíu var frestað í gær eftir að árás var gerð á liðsrútu gestaliðsins á leið þess á völlinn.

Um var að ræða viðureign Atlético Junior og Deportivo Pasto þegar ráðist var á liðsrútu Deportivo-liðsins, en einn leikmaður og tveir starfsmenn liðsins særðust í árásinni. Eins og sjá má neðst í fréttinni voru rúður í rútunni brotnar eftir að grjóti var kastað, en það hæfði nokkra einstaklinga í rútunni.

Leiknum var frestað eftir atvikið en hann fór svo fram fyrir luktum dyrum í morgun og þá vann Atlético Junior 1:0.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert