Vill taka við ítalska landsliðinu

Claudio Ranieri.
Claudio Ranieri. AFP

Claudio Ranieri hefur áhuga á að taka við þjálfun ítalska landsliðsins í knattspyrnu sem nú leitar að nýjum þjálfara.

Ranieri, sem gerði Leicester að Englandsmeisturum árið 2016 og er núverandi þjálfari hjá franska liðinu Nantes, lið Kolbeins Sigþórssonar, er einn þeirra sem hafa verið nefndir á nafn sem hugsanlegur landsliðsþjálfari Ítalíu.

Hinn 69 ára gamli Giampiero Ventura var rekinn úr starfi landsliðsþjálfara daginn eftir að Ítalir gerðu markalaust jafntefli við Svía í síðari umspilsleik þjóðanna sem varð til þess að Ítalir verða ekki með á HM í fyrsta sinn í 60 ár.

Ranieri segist tilbúinn að taka við starfinu fái hann að yfirgefa Nantes en hann er samningsbundinn franska liðinu til ársins 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert