Fyrrverandi heimsmeistari þjálfar Emil

Emil Hallfreðsson í leik með Udinese.
Emil Hallfreðsson í leik með Udinese. AFP

Ítalska knattspyrnuliðið Udinese, sem landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson leikur með, rak í dag þjálfarann Luigi Delneri úr starfi sem og aðstoðarmann hans og réð nýjan þjálfara.

Eftir 12 umferðir í ítölsku A-deildinni er Udinese með 12 stig og er í 14. sæti, aðeins þremur stigum frá fallsæti. Delneri tók við þjálfun Udinese í október í fyrra og stýrði því í 44 leikjum.

Udinese var ekki lengi að ráða nýjan þjálfara því hinn 41 árs gamli Massimo Oddo er tekinn við liðinu. Hann var í heimsmeistaraliði Ítala á HM og þjálfaði Pescara í tvö tímabil en var rekinn frá félaginu í sumar. Hann lék á árum áður með Napoli, Lazio, AC Milan og Bayern München.

Fyrsti leikur Udinese undir hans stjórn verður gegn Napoli sem er í toppsæti deildarinnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert