Liverpool missti niður þriggja marka forystu

Liðsmenn Liverpool fagna marki Firmino gegn Sevilla í kvöld.
Liðsmenn Liverpool fagna marki Firmino gegn Sevilla í kvöld. AFP

Sevilla og Liverpool buðu upp á frábæra skemmtun þegar liðin áttust við í 5. umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Liverpool var 3:0 yfir eftir fyrri hálfleikinn en heimamenn í Sevilla áttu magnaða endurkomu í seinni hálfleik og tókst að jafna metin í 3:3 sem urðu lokatölur leiksins.

Liverpool fór á kostum í fyrri hálfleik. Roberto Firmino skoraði tvö mörk og lagði upp eitt fyrir Sadio Mané og héldu þá flestir að Liverpool færi með sigur af hólmi. En Sevilla sem hefur ekki tapað á heimavelli í öllum keppnum í tæpt ár neitaði að gefast upp og tókst að jafna metin.

Wissam Ben Yedder skoraði tvö mörk með skömmu millibili snemma í síðari hálfleik og í uppbótartímanum jafnaði Guido Pizarro metin fyrir heimamenn. Fyrir lokaumferðina er Liverpool með 9 stig, Sevilla 8 og Spartak Moskva 6 og spennan um tvö efstu sætin í riðlinum. Í lokaumferðinni tekur Liverpool á móti Spartak Moskva og Sevilla sækir Maribor heim.

Manchester City hélt siguröngu sinni áfram en liðið marði Feyenoord, 1:0, með marki frá Raheem Sterling á 89. mínútu. Þetta var 17. sigur City í röð í öllum keppnum. Í hinum leik riðilsins hafði Napoli betur gegn Shakhtar Donetsk, 3:0.

Tottenham tryggði sér sigur í H-riðlinum en Lundúnaliðið hafði betur gegn Dortmund á útivelli, 2:1, Harry Kane og Heung-Min Son skoruðu mörk Tottenham eftir að Pierre-Emerick Aubameyang hafði náði forystunni fyrir Dortmund.

Real Madrid fylgir Tottenham í 16-liða úrslitin en Evrópumeistararnir slátruðu APOEL, 6:0, þar sem Cristiano Ronaldo skoraði tvö síðustu mörk Madridarliðsins.

Úrslitin í leikjunum:

E-riðill:
Spartak Moskva 1:1 (leik lokið)
Ze Luis 82. - Jasmin Mesanovic 90.

F-riðill:
Manchester City - Feyenoord, 1:0

Raheem Sterling 89.

Napoli - Shakhtar Donetsk, 3:0
Lorenzo Insigne 56., Piotr Zielinski 81., Dries Mertens 83.

G-riðill:
Besiktas - Porto 1:1 (leik lokið)
Monaco - Leipzig, 1:4
Radamel Falcao 44. - Jemerson 6. (sjálfsmark), Timo Werner 9., 31. (víti)., Naby Keita 45.

H-riðill:
APOEL - Real Madrid, 0:6
Luka Modric 23., Karim Benzema 39. 45., Nacho Fernandez 41., Cristiano Ronaldo 49., 54.
Dortmund - Tottenham, 1:2
Pierre-Emerick Aubameyang 31. - Harry Kane 49., Heung-Min Son 76.

Sevilla 3:3 Liverpool opna loka
90. mín. Uppbótartíminn er 4 mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert