Stórstjörnur aðstoða við dráttinn á HM

Þessir munu aðstoða við dráttinn á HM.
Þessir munu aðstoða við dráttinn á HM. Ljósmynd/FIFA

Eins og fram hefur komið verður dregið í riðla á heimsmeistaramótinu, sem fram fer í Rússlandi næsta sumar, í Moskvu hinn 1. desember.

Alþjóðaknattspyrnusambandið greindi frá því á dögunum að Gary Lineker, fyrrverandi framherji enska landsliðsins, og rússneska íþróttafréttakonan Maria Komandnaya muni hafa umsjón með drættinum og í dag var opinberað hverjir verða þeim til aðstoðar.

Frakkinn Laurent Blanc, Englendingurinn Gordon Banks, Brasilíumaðurinn Cafu, Ítalinn Fabio Cannavaro, Úrúgvæinn Diego Forlan, Argentínumaðurinn Diego Maradona og Spánverjinn Carles Puyol verða þeim innan handar í Moskvu.

Þjóðverjinn Mario Klose verður einnig á staðnum, en hann sér um að halda á HM-bikarnum. Saman verða þessir átta fyrrverandi leikmenn fulltrúar þeirra átta þjóða sem hafa orðið heimsmeistarar. 

„Drátturinn í lokakeppni HM 2018 er augljóslega mjög spennandi augnablik fyrir alla knattspyrnuaðdáendur. Það er frábært að fá allar þessar FIFA-goðsagnir frá öllum þeim þjóðum sem hafa unnið heimsmeistaramótið til þessa,“ segir Gianni Infantion, forseti FIFA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert