Zidane ætlar að hreinsa til hjá Real

Zinedine Zidane og Luka Modric, sem er sagður mega fara.
Zinedine Zidane og Luka Modric, sem er sagður mega fara. AFP

Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Evrópumeistara Real Madrid, er sagður ætla að hreinsa til í herbúðum félagsins enda hefur liðinu ekki gengið sem best það sem af er tímabilinu í spænsku 1. deildinni.

Eins og mbl.is greindi frá á dögunum virðast forráðamenn Real vera að gefast upp á Gareth Bale, sem hefur verið afar mikið meiddur, og eru tilbúnir að selja hann. Verðmiðinn er sagður vera um 85 milljónir punda, eða svipað því og Real greiddi Tottenham fyrir hann á sínum tíma.

Það kemur þó meira á óvart að króatíski miðjumaðurinn Luka Modric er einnig sagður á útleið. Hann er orðinn 32 ára gamall en jafnan sagður einn besti miðjumaður heims enn í dag og ljóst að hann verður eftirsóttur.

Aðrir leikmenn sem eru á útleið eru Marcos Llorente, Kiko Casilla, Achraf Hakimi og Jesus Vallejo sem hafa verið í minni hlutverkum en þeir Bale og Modric.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert