Tap í frumraun Sigurðar með landslið Kína

Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýrði kínverska kvennalandsliðinu í fyrsta sinn nú í morgun þegar liðið mætti ástralska landsliðinu í vináttuleik í Melbourne, en Kína tapaði leiknum 3:0.

Staðan var 1:0 í hálfleik en eftir hlé bættu Ástralir við tveimur mörkum. Þjóðirnar mætast öðru sinni í vináttuleik á sunnudag í Geelong, 200 þúsund manna bæ sunnan við Melbourne.

Sigurður Ragnar tók við landsliði Kína fyrr í mánuðinum og samdi til þriggja ára, en Kín­verj­ar hafa átt að skipa einu af betri landsliðum heims og eru í 13. sæti á nýj­asta styrk­leikalista Alþjóða knatt­spyrnu­sam­bands­ins. Ástralir eru í 6. sæti heimslistans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert