PSV framlengir við Albert

Albert Guðmundsson fagnar marki með PSV.
Albert Guðmundsson fagnar marki með PSV. Ljósmynd/twitter

Albert Guðmundsson, unglingalandsliðsmaður í knattspyrnu, hefur framlengt samning sinn við hollenska félagið PSV frá Eindhoven og er nú samningsbundinn liðinu fram á sumarið 2019.

Það er raunar félagið sjálft sem nýtir sér klásúlu þess efnis eftir því sem hollenskir fjölmiðlar greina frá, en samningurinn átti að renna út næsta sumar.

Albert hefur farið á kostum með varaliði PSV í hollensku B-deildinni og skorað 18 mörk í síðustu 18 leikjum, en hann hefur ekki náð að brjóta sér leið inn í aðalliðið þrátt fyrir að hafa mikið setið þar á bekknum það sem af er tímabili.

Albert hefur leikið einn leik með A-landsliði Íslands, en hann er fyrirliði U21 árs landsliðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert