Rekinn fyrir að heimsækja deyjandi vin

Marcelo Bielsa, til hægri, ásamt Luis Bonini sem nú er …
Marcelo Bielsa, til hægri, ásamt Luis Bonini sem nú er látinn. AFP

Franska knattspyrnufélagið Lille rak Argentínumanninn Marcelo Bielsa úr starfi knattspyrnustjóra á dögunum, en ástæða þess er ansi óvenjuleg.

Bielsa mun hafa farið til Síle til þess að heimsækja vin sinn og fyrrverandi aðstoðarþjálfara, Luis Bonini, sem lá þar á dánarbeði. Bielsa hafði hins vegar ekki leyfi frá félaginu til þess að fara frá, og var því rekinn. Þegar hann sneri aftur og ætlaði að mæta til vinnu hafi svo hreinlega verið lokað á hann.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bielsa ratar í fréttirnar af óvenjulegum ástæðum. Árið 2015 hætti hann hjá Marseille eftir einn leik í deildinni og aðeins ári síðar hætti hann hjá Lazio á Ítalíu eftir aðeins tvo daga.

Þess má geta að Bonini lést nokkrum dögum síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert