Messi jafnaði afrek Müller

Lionel Messi.
Lionel Messi. AFP

Argentínska stórstjarnan Lionel Messi, leikmaður Barcelona, náði afar athyglisverðu afreki um helgina þegar hann skoraði í 2:0-sigri Börsunga gegn Villarreal í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu.

Þetta var 525. mark Messi fyrir Barcelona og jafnaði hann afrek hins þýska Gerd Müller, sem skoraði á 525 mörk á árunum 1965-1979 en hann er goðsögn í sögu Bayern München. Það hefur tekið Messi 13 ár að ná þessum áfanga og það aðeins í 606 leikjum.

Líklegt er því að Messi nái þessu meti af Müller og er það ekki í fyrsta sinn, en árið 2012 sló Messi met hans þegar hann skoraði 91 mark á einu almanaksári. Það bætti rúmlega 40 ára gamalt met Müllers sem skoraði 81 mark á einu ári.

Messi er nú kominn í þriðja sæti yfir þá leikmenn sem hafa skorað flest mörk fyrir eitt og sama félagið. Í öðru sæti er Josef Bican með 534 mörk fyrir Slavia Prag og efstur er Pelé með 643 mörk fyrir Santos.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert