Fyrsti sigur Kína undir stjórn Sigurðar

Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Ljósmynd/Ståle Linblad

Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýrði kvennalandsliði Kína til sigurs í fyrsta skipti er liðið lagði Suður-Kóreu, 3:1, í úrslitakeppni Austur-Asíumótsins í knattspyrnu.

Sigurður Ragnar hafði áður stýrt liðinu í fjórum leikjum sem allir töpuðust. Kína endar þar með mótið í 3. sæti af fjórum liðum. Liðið hefur þrjú stig en Suður-Kórea er er stigalaus í 4. sæti. Norður-Kóreumenn og Japanar mætast í slagnum um 1. sætið en þjóðirnar hafa báðar sex stig

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert