Í 90 daga bann fyrir peningaþvott

Marco Polo Del Nero má ekki hafa afskipti af fótbolta …
Marco Polo Del Nero má ekki hafa afskipti af fótbolta á næstunni. AFP

Forseti knattspyrnusambands Brasilíu, Marco Polo del Nero, var í dag úrskurðaður í 90 daga bann frá fótbolta þar sem hann er ásakaður um peningaþvott. Málið er í rannsókn og gæti bannið orðið lengra, verði hann fundinn sekur. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem del Nero er ásakaður um að þvo peninga, en bandarísk yfirvöld kærðu hann fyrir sama glæp árið 2015. Þrátt fyrir það sat hann enn í forsetastól brasilíska sambandsins. 

Del Nero er búinn að vera forseti sambandsins síðan árið 2003 og hefur hann unnið fyrir FIFA síðan 2012. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert