Eiður vottar Ronaldinho virðingu sína

Eiður Smári Guðjohnsen og Ronaldinho á góðri stundu með Barcelona.
Eiður Smári Guðjohnsen og Ronaldinho á góðri stundu með Barcelona. AFP

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, vottar Brasilíumanninum Ronaldinho virðingu sína en sá síðarnefndi hefur tilkynnt að hann hafi lagt knattspyrnuskó sína á hilluna.

„Ég spilaði með honum og ég spilaði á móti honum. Það er óhætt að segja að Ronaldinho tók knattspyrnuna upp á næsta stig. Atvinnumennskan kveður töframanninn með stóra brosið,“ skrifar Eiður á Instagram-síðu sína og lætur fylgja með myndir af þeim félögum. Bæði sem samherja hjá Barcelona og sem mótherja þegar Eiður var á mála hjá Chelsea. 

Ronaldinho er orðinn 37 ára gamall og hefur ekki spilað með atvinnumannaliði frá því hann lék með Fluminense í heimalandi sínu árið 2015 en þessi skemmtilegi knattspyrnumaður afrekaði ýmislegt á ferli sínum. Hann varð heimsmeistari með Brasilíumönnum á HM 2002, varð Evrópumeistari með Barcelona árið 2006, ári eftir að hafa verið kjörinn besti knattspyrnumaður heims. Þá vann hann tvo Spánarmeistaratitla með Barcelona og varð Ítalíumeistari með AC Milan svo eitthvað sé nefnt.

Hér má sjá færslu Eiðs Smára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert