Dortmund með augastað á Alfreð

Alfreð Finnbogason í leik með Augsburg.
Alfreð Finnbogason í leik með Augsburg. AFP

Þýska knattspyrnufélagið Dortmund hefur áhuga á að fá íslenska landsliðsmanninn Alfreð Finnbogason í sínar raðir ef marga má heimildir calsioinsider.com. Vefsíðan segir Alfreð vera fyrsta kost til að koma í stað Pierre-Emerick Aubameyang sem gæti gengið í raðir Arsenal í mánuðinum. 

Alfreð hefur spilað mjög vel á leiktíðinni og skorað 11 mörk í 16 leikjum í þýsku A-deildinni. Aðeins Robert Lewandowski og Aubameyang hafa skorað meira. Segja heimildirnar Alfreð hafa áhuga á að færa sig til Dortmund, komi það til greina. 

Augsburg hefur lítinn áhuga á að selja Alfreð, enda mikilvægur leikmaður hjá liði sem er í baráttu um sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert