Barcelona jafnaði félagsmet

Luis Suárez í baráttu um boltann í dag.
Luis Suárez í baráttu um boltann í dag. AFP

Katalónska stórliðið Barcelona jafnaði í dag félagsmet þegar liðið vann 2:0 útisigur á Eibar í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu.

Luis Suárez kom Barcelona yfir snemma leiks og Jordi Alba innsiglaði sigurinn undir lokin, en Eibar missti mann af velli með rautt spjald þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir. Barcelona er með 62 stig á toppnum, tíu stigum fyrir ofan Atlético Madrid sem á þó leik til góða.

Barcelona hefur nú ekki tapað 31 deildarleik í röð og jafnaði um leið met frá 2010/2011 þegar liðið afrekaði það undir stjórn Pep Guardiola.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert