Albert með sjöunda markið sitt í sigri

Albert Guðmundsson er vanur að fagna mörkum í PSV-búningnum.
Albert Guðmundsson er vanur að fagna mörkum í PSV-búningnum. Ljósmynd/PSV

Albert Guðmundsson skoraði í kvöld sitt sjöunda mark í hollensku B-deildinni í knattspyrnu í vetur og fagnaði svo 2:1-sigri með varaliði PSV gegn Den Bosch.

Albert skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu strax á 8. mínútu en hann hefur þar með skorað sjö mörk í 10 leikjum í næstefstu deild Hollands í vetur. Gestirnir í Den Bosch jöfnuðu metin á 17. mínútu og sigurmarkið kom svo hálftíma fyrir leikslok. Albert var í liði PSV fram á 84. mínútu.

Varalið PSV komst með sigrinum upp í 5. sæti deildarinnar og er með 43 stig, stigi á eftir Emmen og tveimur stigum á eftir Fortuna Sittard, en varalið Ajax er efst með 52 stig. Varaliðin geta þó ekki farið upp um deild.

Albert hefur leikið með báðum liðum PSV í vetur en hann hefur komið við sögu í sjö leikjum með aðalliðinu sem er á toppi úrvalsdeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert