„Þetta er algjör synd“

Lionel Messi og Cesc Fábregas í skallaeinvígi í kvöld.
Lionel Messi og Cesc Fábregas í skallaeinvígi í kvöld. AFP

Cesc Fábregas, miðjumaður Chelsea, var svekktur eftir 1:1-jafntefli við sitt gamla félag Barcelona í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

„Þetta er algjör synd í rauninni. Mér fannst við mjög góðir og fórum vel eftir okkar plani. Við spiluðum sem lið og náðum að skapa okkur færi. Willian hefði getað skorað þrennu, en við förum leiðir heim því frábær frammistaða skilaði ekki frábærum úrslitum,“ sagði Fábregas, en Willian átti tvö skot í stöng áður en hann skoraði mark Chelsea.

„Þetta er enn galopið einvígi og við þurfum að eiga annan frábæran leik á Nou Camp til þess að fara áfram. Það er ekki auðvelt að spila gegn liði sem er 70% með boltann. Við verðum að mæta til leiks og sækja, því að ætla sér að verjast í 90 mínútur á Nou Camp er algjört sjálfsmorð. Við verðum að spila okkar leik,“ sagði Fábregas.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert