Borðar hrútspunga á hverjum degi

Theódór Elmar Bjarnason leikur nú með Elazigspor í Tyrklandi.
Theódór Elmar Bjarnason leikur nú með Elazigspor í Tyrklandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Theodór Elmar Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur opinberað skeyti sem honum barst frá stuðningsmanni danska félagsins Randers eftir að hann yfirgaf það sumarið 2015 og gekk til liðs við nágrannana og erkifjendurna í AGF.

Elmar var þar að vitna til þess að danski knattspyrnumaðurinn William Kvist hefði þurft að þola háðsglósur frá stuðningsmönnum Midtjylland. „[...] við knattspyrnumenn fáum svona kveðjur þegar við skiptum um félag. Ég fékk þessa þegar ég samdi við AGF. Ég hef aldrei borðað hrútspunga,“ skrifaði hann á Twitter.

Með þessu birti Elmar skilaboð sem honum bárust sumarið 2015 og hljóða þannig í lauslegri íslenskri þýðingu: 

„Þessi feiti íslenski tapari, það eina sem hann gerir er að borða hrútspunga á hverjum degi, þessi feiti, vangefni og spastíski, ég vona að öll hans fjölskylda deyi og hann sjái þau deyja hvert af öðru. Hann er dauður í mínum augum, íslenski taparinn.“

Sjá færsluna hér fyrir neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert