Matthías loks byrjaður að æfa með bolta

Matthías var að spila mjög vel áður en hann meiddist.
Matthías var að spila mjög vel áður en hann meiddist. Ljósmynd/rbk.no

Knattspyrnumaðurinn Matthías Vilhjálmsson er allur að koma til eftir slæm hnémeiðsli sem urðu til þess að hann missti af síðari hluta síðasta tímabils. Matthías sleit þá krossbönd í hné og fór hann í aðgerð fyrir fimm mánuðum.

Matthías hefur síðustu vikur getað hlaupið án verkja, en hann hefur ekki enn mátt æfa með bolta. Sá áfangi náðist hins vegar í dag og eins og gefur að skilja var Matthías alsæll. Hér að neðan má sjá mynd af Matthíasi á æfingunni. 

Við myndina skrifaði hann að honum liði eins og krakka, að fá loks að æfa með bolta á grasi í fyrsta skipti í fimm mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert