„Rússar 99% tilbúnir“

Otkrytiye Arena í Moskvu þar sem Ísland mætir Argentínu í …
Otkrytiye Arena í Moskvu þar sem Ísland mætir Argentínu í sínum fyrsta leik á HM 16. júní. AFP

Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, segir að Rússar séu reiðubúnir að halda heimsmeistaramótið síðar í sumar þrátt fyrir fréttir um að nokkrir leikvangar séu ekki tilbúnir og hafi ekki náð að uppfylla lokadagsetningar.

Heimsmeistaramótið í knattspyrnu verður haldið á 11 leikvöngum í Rússlandi frá 14. júní til 15. júlí þar sem Íslendingar verða á meðal þátttökuþjóða í fyrsta skipti í sögunni.

„Rússar eru 99% tilbúnir að halda heimsmeistaramótið. Þeir eru að klára síðustu hlutina og allir þeir sem fara til Rússlands munu eiga frábæran tíma,“ sagði Infantino á fundi með stjórnarmönnum FIFA í Lagos í Nígeríu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert