Stórkostlegt gáleysi markvarðar - myndskeið

Mark Flekken
Mark Flekken Ljósmynd/Wikipedia.org

Ótrúlegt atvik átti sér stað í þýsku B-deildinni í knattspyrnu þegar Duisburg og Ingolstadt mættust í dag en þar gerði hollenski markvörðurinn Mark Flekken hjá Duisburg gerði sig sekan um stórkostleg gáleysi á vaktinni í markinu. 

Duisburg var 1:0 yfir þangað til á 18. mínútu er Stefan Kutschke jafnaði metin. Hann þurfi hins vegar ekki að hafa neitt mjög mikið fyrir því þar sem Flekken ákvað að snúa sér við og hætta að horfa á leikinn. Flekken virðist ekki hafa áttað sig á því að mótherjinn var í sókn fyrr en allt of seint og sneri sér ekki við fyrr en boltinn var nánast kominn í netið. Hvað það var nákvæmlega sem gerði það að verkum er ekki auðvelt að segja en sjón er sannarlega sögu ríkari.

Lokatölur urðu 2:1 en því kom atvikið ekki að sök en óhætt er að segja að það sé ansi skrautlegt.

Markið má sjá hér. 





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert