„Þurfum aðeins að bíða með Kolbein“

Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. Ljósmynd/Nantes

Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Sigþórsson verður ekki í leikmannahópi Nantes í dag og að sögn ítalska knattspyrnustjórans er ennþá smá bíð í að kappinn snúi aftur á völlinn. Nantes mætir Amiens í kvöld frönsku 1. deildinni.

„Diego Carlos er kominn til baka. Koffi Djidji er aðeins þreyttur. Joris Kaymbe spilaði nokkrar mínútur í Nice og er allur að koma til. En við þurfum aðeins að bíða með Kolbein Sigþórsson og Kalifa Coulibaly,“ var haft eftir Ranieri á vef L'Equipe í gær um leikmenn Nantes sem hafa verið á meiðslalistanum.

Kolbeinn hefur hafið æfingar með Nantes á ný og æft með liðinu í nokkrar vikur en virðist ekki vera orðin klár í slaginn að mati þjálfarans. Kolbeinn sagði aftur á móti í byrjun þessa mánaðar vera tilbúinn að spila þá þegar.

„Um leið og þjálf­ar­inn seg­ir mér það. Ef hann seg­ir mér að spila um helg­ina þá er ég til­bú­inn. Ég vona alla­vega að ég fái að spila í þess­um mánuði. Ég er kannski ekki klár í 90 mín­út­ur en mér finnst ég geta hjálpað liðinu,“ sagði Kol­beinn.

Kolbeinn hefur enn fremur látið hafa það eftir sér að hann vonist til þess að komast í íslenska landsliðið sem verður á meðal þátttökuþjóða á heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert