Bræðurnir missa báðir af Íslandi

Javier Hernández mætir Íslendingum í San Francisco.
Javier Hernández mætir Íslendingum í San Francisco. AFP

Mexíkóar hafa vegna meiðsla misst þrjá leikmenn út úr leikmannahópi sínum fyrir vináttulandsleikinn í fótbolta gegn Íslandi í San Francisco í Bandaríkjunum aðfaranótt laugardags.

Þeirra á meðal er miðjumaðurinn Jonathan dos Santos, leikmaður LA Galaxy í Bandaríkjunum, sem áður lék með Villarreal og Barcelona. Áður var ljóst að eldri bróðir hans, Giovani dos Santos sem einnig var á sínum tíma hjá Barcelona sem og Tottenham, yrði ekki með vegna meiðsla.

Kantmennirnir Javier Aquino og Jurgen Damm, sem báðir leika með Tigres í heimalandinu, verða ekki heldur með gegn Íslandi en ná hugsanlega leik Mexíkóa við Króata aðfaranótt miðvikudags. Hins vegar hefur varnarmanninum Oswaldo Alanis verið bætt í hópinn.

Þekktustu leikmenn Mexíkó hér á landi eru líklega Javier Hernández, framherji West Ham, og Carlos Vela sem lék með Arsenal en er nú leikmaður Los Angeles. Helmingur leikmannahópsins er á mála hjá evrópskum félagsliðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert