Alonso á yfir höfði sér fangelsisdóm

Xabi Alonso í leik með Bayern München.
Xabi Alonso í leik með Bayern München. AFP

Xabi Alonso, fyrrverandi leikmaður Liverpool, Real Madrid ,Bayern München og spænska landsliðsins í knattspyrnu, á yfir höfði sér fimm ára fangelsisdóm en hann hefur verið sakaður um skattsvik.

Saksóknari á Spáni fer fram á að Alonso verði dæmdur í fimm ára fangelsi og greiði 4 milljónir evra í sekt.

Alonso, sem lagði skóna á hilluna í fyrra, er sakaður um hafa svikið um að greiða 2 milljón evra í skatt til spænska ríkisins á árunum 2010-12.

Skattayfirvöld á Spáni hafa síðustu mánuði rannskað mörg mál knattspyrnumanna varðandi hugsanleg skattsvik og hafa leikmenn eins og Cristiano Ronaldo og Lionel Messi báðir lent í þeirri rannsókn. Ronaldo var fyrr á þessu kærður fyrir skattsvik og þá var Messi fundinn sekur og fékk dóm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert