Lítur vel út með Neymar

Brasilíumaðurinn Neymar.
Brasilíumaðurinn Neymar. AFP

Brasilíska fótboltastjarnan Neymar er á góðum batavegi og ekkert ætti að verða því til fyrirstöðu að hann geti blómstrað með brasilíska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar.

Neymar ristarbrotnaði í leik með Paris SG og fór í aðgerð þann 3. mars. Rodrigo Lasmar læknir brasilíska landsliðsins segir að allt hafi gengið að óskum í bataferli Neymars og að hann verði klár í slaginn með Brasilíu í Rússlandi í sumar.

„Það gengur allt vel hjá Neymar og ég hef fengið að fylgjast með honum í gegnum lækna Paris SG,“ segir Lasmar, sem segist vera í sambandi við læknateymið tvisvar til þrisvar sinnum í dag.

,,Hann ætti að snúa fljótlega til baka inn á völlinn ef allt gengur að óskum, sagði Lasmar í viðtali við franska íþróttblaðið L'Equipe.

Neymar missti undanúrslitaleiknum gegn Þjóðverjum á HM í Brasilíu fyrir fjórum árum þar sem Þjóðverjar rassskelltu Brassanna og fögnuðu 7:1 sigri.

Brasilíumenn sem hafa unnið heimsmeistaratitilinn oftast allra þjóða eða fimm sinnum leika í D-riðli á HM í sumar ásamt Sviss, Kostaríka og Serbíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert