Önnur umferðin hófst með stórsigrum

Steinar Þorsteinsson (t.v.) í leik með ÍA síðasta sumar.
Steinar Þorsteinsson (t.v.) í leik með ÍA síðasta sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Önnur umferð Mjólkurbikars karla í knattspyrnu hófst í dag og er tveimur af fjórum leikjum dagsins lokið.

Skagamenn rótburstuðu Íþróttafélag Hafnarfjarðar í Akraneshöllinni, 8:0. ÍA, sem féll úr úrvalsdeildinni í fyrra, fór illa með fjórðu deildarlið ÍH en Steinar Þorsteinsson skoraði fjögur mörk heimamanna og þeir Ólafur Valur Valdimarsson, Stefán Teitur Þórðarson og Arnar Már Guðjónsson eitt mark hvor. Gestirnir gerðu svo eitt sjálfsmark.

Hinn leikurinn var ekki síður ójafn. Afturelding, sem leikur í 2. deild, rótburstaði 3. deildarlið KV, 8:2, en leikið var á Varmárvelli. Markaraskorar leiksins liggja ekki enn fyrir og verður fréttin uppfærð.

Dregið verður fyrir 3. umferðina á mánudaginn kemur en þá mæta úrvalsdeildarliðin tólf til leiks.

Markaskorarar fengnir af úrslit.net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert