Hjörtur skoraði mikilvægt sigurmark

Hjörtur Hermannsson leikur með Brøndby.
Hjörtur Hermannsson leikur með Brøndby. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hjörtur Hermannsson skoraði það sem reyndist vera sigurmarkið í stórskemmtilegum leik Brøndby gegn Norsjælland í úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn  í knattspyrnu þar sem lokatölur urðu 4:3 en leikið var norður af Kaupmannahöfn í kvöld.

Hjörtur skoraði sigurmarkið fyrir Brøndby á 77. mínútu með góðum skalla eftir hornspyrnu en hann lék í miðri vörn liðsins í kvöld. Sigurinn var afar mikilvægur fyrir Brøndby sem hefur fimm stiga forskot á Midtjylland þegar fimm umferðir eru eftir. Rúnar Alex Rúnarsson stóð í marki Nordsjælland í kvöld sem hefur 54 stig og er í Evrópusæti en liðið hefur aðeins stigi meira en FC København sem er í umpilssæti um Evrópusæti.

Teemu Pukki og Kasper Fisker komu Brøndby í 2:0 á 19. og 24. mínútu. Mathias Jensen minnkaði muninn fyrir heimamenn á 34. mínútu en rétt fyrir leikslok skoraði Kevin Mensah og kom Brøndby í 3:1.

Mads Pedersen minnkaði muninn fyrir Nordsjælland á 52. mínútu í annað sinn, 3:2 og þannig var staðan þar til á  77. mínútu er Hjörtur kom gestunum á ný í tveggja marka forystu.

Lasse Petry minnkaði muninn enn á ný fyrir heimamenn en toppliðið hélt út við gríðarleg fagnarlæti gulklæddra uppi í stúku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert