Sænsku Íslendingaliðin unnu

Jón Guðni Fjóluson hefur farið vel af stað á leiktíðinni.
Jón Guðni Fjóluson hefur farið vel af stað á leiktíðinni. AFP

Fjórir Íslendingar komu við sögu í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og voru þeir allir í sigurliði. Norrköping vann 1:0-heimasigur á Sirius og Malmö hafði betur á móti Brommapojkarna á heimavelli, 3:1.

Jón Guðni Fjóluson og Guðmundur Þórarinsson léku báðir allan leikinn fyrir Norrköping og Arnór Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 79. mínútu. Alfons Sampsted var hins vegar allan tímann á varamannabekknum. 

Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Malmö og var tekinn af velli á 83. mínútu. Eftir fimm leiki er Norrköping í 3. sæti með 10 stig og Malmö í 7. sæti með 8 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert