Ancelotti boðið að taka við landsliðinu

Carlo Ancelotti
Carlo Ancelotti AFP

Ítalska knattspyrnusambandið hefur boðið Carlo Ancelotti stöðu landsliðsþjálfara karlaliðsins. Ancelotti er búinn að vera atvinnulaus síðan hann var rekinn frá Bayern München í september eftir 3:0-tap fyrir PSG í meistaradeildinni.

Ancelotti ræddi við forráðamenn sambandsins í gærkvöldi og stóð fundurinn yfir í rúman klukkutíma. Rætt var um mögulega aðstoðarþjálfara og fleiri í þjálfarateymið. 

Ítalinn hefur stýrt liðum á borð við AC Milan, Chelsea og Real Madrid á afar farsælum ferli. Hann gæti tekið við af Gian Piero Ventura, sem var rekinn eftir að Ítalíu mistókst að tryggja sér sæti í lokakeppni HM í Rússlandi. 

Samkvæmt Sky á Ítalíu er Ancelotti með tveggja ára samningstilboð á borðinu, en ekkert hefur verið samþykkt enn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert