Mæta sjö af 20 bestu

Jóhann Berg Guðmundsson í leiknum gegn Perú í Bandaríkjunum í …
Jóhann Berg Guðmundsson í leiknum gegn Perú í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. AFP

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir að minnsta kosti sjö af 20 efstu þjóðum heimslistans á árinu 2018. Þetta varð ljóst í gær þegar tilkynnt var að Ísland sækti Frakkland heim í vináttulandsleik þann 11. október.

Liðin mættust síðast í 8-liða úrslitum EM 2016 þar sem Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason skoruðu í 5:2-tapi Íslands.

Ísland hefur þegar mætt Mexíkó (15. sæti) og Perú (11.) í vináttulandsleikjum í mars, og mætir Argentínu (5.) og Króatíu (18.) í riðlakeppninni á HM. Á HM gæti andstæðingum úr hópi 20 efstu þjóða FIFA-listans fjölgað frekar. Ísland mætir svo sem fyrr segir Sviss (6.) og Belgíu (3.) í Þjóðadeildinni í haust. Aðrir mótherjar á árinu eru Indónesía (162.), Noregur (49.), Gana (51.) og Nígería (47.). Ísland er í 22. sæti listans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert