Þjóðverjar búnir að finna þjálfara

Martina Voss-Tecklenburg.
Martina Voss-Tecklenburg. Ljósmynd/FIFA

Martina Voss-Tecklenburg þjálfari svissneska kvennalandsliðsins í knattspyrnu mun taka við þjálfun þýska kvennalandsliðsins þegar riðlakeppni HM lýkur í haust.

Þýska knattspyrnusambandið staðfesti þetta í dag en Steffi Jones var rekin úr starfi þjálfara þýska kvennalandsliðsins í mars en undir hennar stjórn töpuðu Þjóðverjar gegn Íslendingum í undankeppni HM á heimavelli í haust.

Tecklenburg lék á sínum tíma 125 leiki með þýska landsliðinu og varð í tvíang Evrópumeistari með því. Horst Hrubesch var ráðinn tímabundið í landsliðsþjálfarastarfið og mun stýra því þar til Tecklenburg tekur við en Ísland tekur á móti Þýskalandi á Laugardalsvelli þann 1. september í afar mikilvægum leik. Þýskaland er á toppi riðilsins með 15 stig eftir sex leiki, Ísland er í öðru sæti með 13 stig eftir fimm leiki og Tékkland er í þriðja sætinu með 7 stig eftir fimm leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert