Ronaldo átt svona tímabil fimmtán sinnum

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool hefur náð því besta út úr …
Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool hefur náð því besta út úr Mohamed Salah á leiktíðinni. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur gert lítið úr samanburðinum á Mohamed Salah og Cristiano Ronaldo en þeir mætast í Kænugarði um næstu helgi er Liverpool mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Ronaldo hefur skorað 42 mörk í öllum keppnum fyrir Real á tímabilinu en Salah er með 44 mörk á sínu fyrsta ári hjá Liverpool. Öll augu eru því á þeim fyrir stórleikinn en þeir eru sömuleiðis báðir taldir líklegir í valinu um besta knattspyrnumann heims í vetur. Klopp vill þó ekki einblína á bara tvo leikmenn.

„Þetta snýst ekki um að hafa besta einstaklinginn heldur að spila besta fótboltann. Til að það geti gerst þá þarftu hina leikmennina líka,“ sagði sá þýski sem er nú í óðaönn að undirbúa liðið fyrir úrslitaleikinn.

„Salah hefur átt frábært tímabil en Ronaldo hefur átt svona tímabil fimmtán sinnum á ferlinum. Hann hefur skorað um það bil 47 þúsund mörk,“ bætti hann kíminn við. Ronaldo hefur skorað 573 mörk á ferlinum og 450 með Real Madrid frá því að hann gekk til liðs við félagið árið 2009.

47 þúsund marka maðurinn er klár í slaginn fyrir stórleikinn …
47 þúsund marka maðurinn er klár í slaginn fyrir stórleikinn um næstu helgi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert