Tryggvi nýtti tækifærið og skoraði

Tryggvi Hrafn í nýju treyjunni.
Tryggvi Hrafn í nýju treyjunni. Ljósmynd/Heimasíða Halmstad

Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði í 3:1-sigri Halmstad gegn Värnamo í sænsku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

Með sigrinum er Halmstad nú í fjórða sæti með 13 stig, fjórum stigum frá næsta liði. Höskuldur Gunnlaugsson var einnig í byrjunarliði Halmstad og var tekinn af velli á 62. mínútu. Tryggvi hefur ekki átt fast byrjunarliðssæti í liði Halmstad það sem af er tímabili en hann nýtti tækifærið vel í framlínunni í dag.

Sif Atladóttir og stöllur í Kristianstad unnu 2:0-sigur á Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni en Glódís Perla Viggósdóttir var í hjarta varnarinnar hjá Rosengård.

Elísa­bet Gunn­ars­dótt­ir þjálf­ar Kristianstad og Björn Sig­ur­björns­son er henni til aðstoðar en með sigrinum er liðið nú með níu stig í deildinni í þriðja sæti, einu stigi frá Rosengård sem var að tapa sínum fyrsta leik á tímabilinu.

Sif Atladóttir í leik með landsliðinu.
Sif Atladóttir í leik með landsliðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert