Birkir óttast ekki Messi

Birkir Bjarnason óttast ekki Lionel Messi.
Birkir Bjarnason óttast ekki Lionel Messi. AFP

Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason var í skemmtilegu viðtali hjá Aston Villa í vikunni. Þar fór hann á rúntinn með fjölmiðlafulltrúa félagsins og spjallaði um lífið hjá Aston Villa og íslenska landsliðið. 

Birkir er auðvitað er í landsliðshópnum sem spilar á HM í Rússlandi í sumar. Ísland er í riðli með Nígeríu, Argentínu og Króatíu og segir Birkir riðilinn vera einn sá erfiðasta af öllum í keppninni. 

„Þetta er mjög sterkur riðill og mögulega sá sterkasti af þeim öllum. Argentínumenn eru mjög sterkir eins og allir vita og svo er Nígería með líkamlega sterkt lið. Við þekkjum Króatíu vel enda búnir að mæta þeim sex sinnum á síðsutu árum."

Birkir hefur ekki áhyggjur af stórstjörnum Argentínu á borð við Lionel Messi. 

„Við höfum ekki áhyggjur af því, við höfum mætt góðum leikmönnum áður og við höfum verið góðir í að halda þeim niðri. Við vitum hvað hann getur en vonandi verðum við tilbúnir."

Að lokum var Birkir spurður út í framtíð sína í fótboltanum og segist hann vilja spila í efstu deild Englands og gera vel á HM. Aston Villa spilar um næstu helgi úrslitaleik við Fulham á Wembley um sæti í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég vil spila í úrvalsdeildinni og gera vel á HM. Ég vil fá eins mikið úr ferlinum mínum og mögulega hægt er," sagði Birkir. Þetta skemmtilega viðtal má sjá hér fyrir neðan. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert