„Ekki smeykur um að HM sé í hættu“

Hannes Þór Halldórsson
Hannes Þór Halldórsson Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hannes Þór Halldórsson hefur engar áhyggjur af því að missa af HM en í samtali við BT eftir sigur Randers á Lyngby, 2:1, í lokaleik tímabilsins hjá Hannesi í Danmörku var kappinn spurður út í meiðslin sem urðu þess valdandi að hann fór af velli í hálfleik.

„Ég er ekki alveg viss um það hvort þetta sé lítil tognun eða annað, en þetta gerðist þegar ég sparkaði boltanum fram í fyrri hálfleik. Ég fann eitthvað gerast í náranum og eftir það átti ég erfitt með að sparka í boltann,“ sagði Hannes við BT.

„Ég er ekki smeykur um að HM sé í hættu. En við tókum þá ákvörðun í hálfleik að það væri réttast að taka mig af velli,“ sagði Hannes sem vill halda áfram að leika með liðinu á næstu leiktíð en han gekk í raðir félagsins eftir EM í Frakklandi árið 2016.

„Ég sé fyrir mér að vera af hluti af liðinu á næstunni. Félagið hentar mér vel og omér líkar vel  við allt sem á sér stað hérna,“ sagði Hannes.

„Ég er með mikinn metnað og ég vil mjög gjarnan fá tækifæri á að spila úrvalsdeildarbolta með Randers á næstu leiktíð,“ sagði Hannes.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert