Ancelotti að fá nýtt starf?

Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti. AFP

Carlo Ancelotti gæti orðið næsti þjálfari ítalska knattspyrnuliðsins Napoli en Sky á Ítalíu greindi frá því að Ancelotti hafi átti með forseta Napoli.

Fjölmiðlar greina frá því að Ancelotti hafi náð samkomulagi við forráðamenn Napoli en eigi eftir að handala samninginn.

Maurizio Sarri sem hefur þjálfað Napoli frá árinu 2015 er líklega á förum frá félaginu en hann gaf það í skyn eftir lokaumferðina í ítölsku A-deildinni um síðustu helgi.

„Allt í lífinu tekur endi og og það er betra að klára hlutina eftir að hafa ritað svona fallega sögu“, sagði Sarri eftir 2:1 sigur gegn Crotone í lokaumferðinni en Napoli endaði í öðru sæti, fjórum stigum á eftir meisturunum í Juventus. Sarri hefur verið orðaður við Chelsea og rússneska liðið Zenit Petersburg.

Ancelotti  hefur verið án starfs frá því hann var rekinn úr starfi frá Bayern München í september en þessi reyndi og góði þjálfari hefur stýrt liðum AC Milan, Real Madrid, Chelsea og Bayern München og skilaði öllum liðunum titlum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert