Lagði upp í endurkomu

Guðmundur Þórarinsson hefur verið öflugur með Norrköping í undanförnum leikjum.
Guðmundur Þórarinsson hefur verið öflugur með Norrköping í undanförnum leikjum. Ljósmynd/Norrköping

Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði Norrköping í dag sem heimsótti AIK í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en leiknum lauk með 3:3 jafntefli. Íslendingurinn lagði upp þriðja mark liðsins sem David Karlsson skoraði á 68. mínútu síðari hálfleiks. AIK komst í 2:0 í leiknum en gestirnir mættu einbeittir til leiks í seinni hálfleik og skoruðu þrívegis með stuttu millibili. Rasmus Lindkvis jafnaði metin fyrir AIK á 79. mínútu en Haukur Heiðar Hauksson kom inn á sem varamaður hjá liðinu á 58. mínútu.

Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn fyrir Norrköping og Arnór Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 67. mínútu fyrir Simon Skrabb. Alfons Sampsted sat allan tímann á varamannabekk gestanna í dag og þá var Jón Guðni Fjóluson ekki í hóp. AIK er í öðru sæti deildarinnar með 24 stig eftir fyrstu 12. umferðirnar en Norrköping er í því þriðja með 23 stig en liðið á leik til góða á AIK.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert