Sigrún ítalskur bikarmeistari

Sigrún Ella Einarsdóttir og samherjar fagna sigrinum á Brescia.
Sigrún Ella Einarsdóttir og samherjar fagna sigrinum á Brescia. Ljósmynd/fiorentina.it

Sigrún Ella Einarsdóttir og samherjar í Fiorentina urðu í gær ítalskir bikarmeistarar í knattspyrnu með því að sigra Brescia, 3:1, í úrslitaleik sem fram fór í Noceto, skammt frá Parma.

Sigrún var á meðal varamanna liðsins en hún lauk þar með tímabilinu með ítalska liðinu, sem hún kom til liðs við frá Stjörnunni síðasta sumar. Reiknað er með að hún komi til liðs við Stjörnuna á ný í júlí.

Fiorentina hafnaði í fjórða sæti A-deildarinnar, á eftir Juventus, Brescia og Tavagnacco. Juvetnus og Brescia urðu jöfn og efst og léku úrslitaleik um meistaratitilinn sem Juventus vann eftir vítaspyrnukeppni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert