Gylfi næstbestur á Norðurlöndum

Gylfi Þór Sigurðsson er hátt skrifaður hjá sérfræðingum á Norðurlöndum.
Gylfi Þór Sigurðsson er hátt skrifaður hjá sérfræðingum á Norðurlöndum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gylfi Þór Sigurðsson er næstbesti knattspyrnumaðurinn á Norðurlöndum í dag, á eftir fyrrverandi samherja sínum í Tottenham, danska miðjumanninum Christian Eriksen.

Þetta er niðurstaða dómnefndar sem danska dagblaðið BT setti saman og er skipuð knattspyrnusérfræðingum frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Íslandi, tveimur frá hverri þjóð.

Eriksen vann yfirburðasigur hjá dómnefndinni en þrír Íslendingar komust á blað yfir fimmtán bestu leikmennina. Niðurstaðan varð þessi í stigum en mest var hægt að fá 50 stig:

1. Christian Eriksen, Danmörku - 48 stig
2. Gylfi Þór Sigurðsson, Íslandi - 31 stig
3. Emil Forsberg, Svíþjóð - 27 stig
4. Zlatan Ibrahimovic, Svíþjóð - 14 stig
5-6. Simon Kjær, Danmörku - 6 stig
5-6. Kasper Schmeichel, Danmörku - 6 stig
7. Nicolai Jörgensen, Danmörku - 5 stig
8-9. Lukas Hradecky, Finnlandi - 3 stig
8-9. Andreas Christensen, Danmörku - 3 stig
10. Thomas Delaney, Danmörku - 2 stig
11-15. Victor Lindelöf, Svíþjóð - 1 stig
11-15. Aron Einar Gunnarsson, Íslandi - 1 stig
11-15. Joshua King, Noregi - 1 stig
11-15. Jóhann Berg Guðmundsson, Íslandi - 1 stig
11-15. Moi Elyounoussi, Noregi - 1 stig

Umfjöllun BT.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert