Henry hættir í sjónvarpi til að þjálfa

Thierry Henry er aðstoðarþjálfari Belgíu.
Thierry Henry er aðstoðarþjálfari Belgíu. AFP

Frakkinn Thierry Henry, fyrrverandi fótboltamaður hjá Arsenal og Barcelona, tilkynnti það á Twitter-síðu sinni að hann ætli að hætta að vinna á sjónvarpsstöðinni Sky til þess að einbeita sér að þjálfun.

Henry hefur unnið á Sky-sjónvarpsstöðinni síðan hann hætti í fótbolta í desember 2014, en hann hefur einnig verið aðstoðarþjálfari Roberto Martínez hjá belgíska landsliðinu. 

„Á síðustu fjórum árum hef ég fengið magnaða reynslu við að þjálfa og sú reynsla hefur gert mig hungraðan í að verða þjálfari. Það er leiðinlegt, en ég verð að hætta hjá Sky til að einbeita mér að því að vera á fótboltavellinum," skrifaði Henry á Twitter. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert