Tveggja ára meiðslamartröð á enda

Santi Cazorla í leik með Arsenal.
Santi Cazorla í leik með Arsenal. AFP

Santi Cazorla sneri aftur á knattspyrnuvöllinn í gærkvöldi og spilaði sinn fyrsta leik í næstum tvö ár eftir erfið meiðsli.

Cazorla er 33 ára miðjumaður en hann sleit hásin í leik með Arsenal haustið 2016 í leik í Meistaradeildinni. Við tók löng og ströng endurhæfing en hann yfirgaf Arsenal síðastliðið vor eftir að samningur hans rann út við félagið.

Hann samdi á dögunum við Villarreal á Spáni og tók þátt í vináttuleik liðsins í gær gegn Hercules, leiknum lauk með 1:1-jafntefli.

„Ég er ótrúlega ánægður að vera aftur farinn að gera það sem ég elska. Það er mikil vinna fram undan en ég er öllum sem hafa hjálpað mér ævinlega þakklátur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert