Milan fær að keppa í Evrópukeppni

AC Milan mætti Arsenal í keppninni á síðustu leiktíð.
AC Milan mætti Arsenal í keppninni á síðustu leiktíð. AFP

Ítalska knattspyrnuliðið AC Milan spilar í Evrópudeildinni á næstu leiktíð eftir að félagið áfrýjaði ákvörðun UEFA um að úrskurða félagið í bann í eitt ár frá Evrópukeppni vegna brotum á fjárhagsreglum sambandsins.

Alþjóða íþróttadómstóllinn tók málið fyrir og komst að þeirri niðurstöðu að félaginu skyldi refsað með öðrum hætti. Milan hafnaði í sjötta sæti ítölsku deildarinnar á síðustu leiktíð. 

Síðan félagið var úrskurðað í bannið hefur Kínverjinn Li Yonghong selt AC Milan til viðskiptafélagsins Elliot Management. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert